Lífeyrissjóður Vestmannaeyjar undirbýr að opna fyrir úttektir á séreignarsparnaði í samræmi við áform ríkisstjórnarinnar. Beðið er eftir nánari útfærslu sem mun liggja fyrir fyrir þegar lög um málið hafa verið afgreidd frá Alþingi. Samkvæmt yfirlýsingu stjórnvalda er verið að undirbúa eftirfarandi:
- Stefnt er að því að hægt verði að taka á móti umsóknum og byrja að greiða út í apríl 2020.
- Umsóknarfresti um útgreiðslu ljúki 1. janúar 2021.
- Hámarksúttekt fyrir einstakling verði 12 milljónir króna.
- Hámarksgreiðsla á mánuði verði 800.000 krónur.
- Tekjuskattur er innheimtur af greiðslum úr séreignarsjóði.
Nánari upplýsingar um málið, þar á meðal hvenær og hvernig hægt verður að sækja um útgreiðslur úr séreignardeild, verða birtar á heimasíðu sjóðsins um leið og þær liggja fyrir.