Persónuverndarreglur Lífeyrissjóðs Vm.

Ný persónuverndarlög taka gildi

Ný lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga tóku gildi sunnudaginn 15. júlí 2018, sjá lög nr. 90/2018 á vef Alþingis.

Með persónuupplýsingum er átt við allar þær upplýsingar sem hægt er að rekja beint eða óbeint til einstaklings, til dæmis kennitala, símanúmer, bílnúmer og raðnúmer snjallsíma og IP-tala tölvu.

Lögin hafa í för með sér töluverðar breytingar á hvernig fyrirtæki og stofnanir vinna með persónuupplýsingar. Meðal helstu breytingar eru aukin réttindi einstaklinga til að fá upplýsingar um og hafa stjórn á hvernig unnið er með þeirra persónuupplýsingar. Með lögunum er þannig tryggt að einstaklingar eiga rétt á því að fá aðgang að þeim persónuupplýsingum sem fyrirtæki/stofnanir afla um þá. Í lögunum er einnig talað um réttinn til að gleymast en í vissum tilfellum getur fólk farið fram á upplýsingum verði eytt þegar þær eru ekki lengur nauðsynlegar í þeim tilgangi sem söfnun þeirra náði til.

Lífeyrissjóður Vestmannaeyja hefur unnið að innleiðingu laganna í nokkurn tíma, meðal annars sett saman sérstakar persónuverndarreglur sjóðsins sem samþykktar voru á stjórnarfundi 27. júní 2018 og birtar hafa verið á heimasíðu sjóðsins, sjá hér.