Lífeyrissjóður Vestmannaeyja endurgreiðir ekki iðgjöld til erlendra ríkisborgara

Í samþykktum Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja er að finna heimild til endurgreiðslu sjóðfélaga utan EES (grein 16.1) en samkæmt ákvörðun stjórnar LSV, er hún ekki nýtt. Með því er tryggt að allir sjóðfélagarar sitja við sama borð. Allir sjóðfélagar geta hafið töku ellilífeyris við 60 ára aldur eða fengið greiddan örorkulífeyri ef slys eða veikindi skerða starfsgetu. Makar og börn eiga ennfremur rétt á maka- eða barnalífeyri við fráfall sjóðfélaga.