Upplýsingastefna

Upplýsingastefna Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja (LSV)

LSV leggur áherslu á fagleg samskipti við sjóðfélaga og að veita þeim allar þær upplýsingar sem þeir óska eftir varðandi lífeyrismál eins og kostur er.

Sjóðfélagar geta nálgast helstu upplýsingar rafrænt í gegnum sjóðfélagavefinn sem má finna á vefsíðu sjóðsins www.lsv.is

Á vefsíðu sjóðsins má finna efni til upplýsinga og skilningsauka varðandi sjóðinn, líkt og: Ársreikning, fjárfestingastefnu, helstu kennitölur og netföng starfsmanna.

Sjóðurinn notast við upplýsingakerfið Jóakim til að halda utan um samskipti við sjóðfélaga á sjóðfélagavefnum. Þar geta sjóðfélagar fylgst með sínum lífeyrismálum. Kerfið tryggir rekjanleika, auðveldar aðgang og gagnsæi, og gerir sjóðnum kleift að veita sjóðfélögum betri þjónustu.

Sjóðfélagayfirlit eru send út til sjóðfélaga tvisvar á ári.

Yfirlit yfir ógreidd iðgjöld eru einnig send út reglulega til launagreiðenda sem standa í skuld við sjóðinn.

Launagreiðendur geta skilað inn skilagreinum rafrænt og fengið að sjá stöðuna sína í gegnum launagreiðendavefinn sem aðgengilegur er á heimasíðu sjóðsins www.lsv.is

Launagreiðendur geta fengið kröfu vegna nýrra skilagreina senda í heimabanka óski þeir þess á launagreiðendavefnum.

Sjóðurinn fylgist með þeirri þróun sem á sér stað á framsetningu upplýsinga meðal sambærilegra sjóða, og mun eftir fremsta megni nýta sér þá kosti sem í boði eru, séu þeir sjóðnum til framdráttar.

Samþykkt af stjórn Lífeyrissjóðs Vestmanneyja 28. ágúst 2013.