Fréttir

Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á lán framlengd

  23.08.2019

Stjórnvöld samþykktu á dögunum að framlengja um tvö ár heimild til að greiða séreignarsparnað skattfrjálst inn á húsnæðislán. Þeir sem þegar eru að nýta sér úrræðið ættu að hafa fengið tölvupóst frá ríkisskattstjóra þar sem vakin er athygli á málinu. Umsækjendur með virka ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á lán geta nú óskað eftir því að ráðstöfunin haldi áfram. Þetta er gert með því að skrá sig inn á leidretting.is og óska eftir að gildistími ráðstöfunar sé framlengdur.

Til að tryggja að ekki verði rof á greiðslum inn á húsnæðislán þarf að sækja um framlenginguna fyrir 30. september næstkomandi.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu ríkisskattstjóra.

Recent Posts

  Fjármálalæsi er samfélagsmál og á heima í skólakerfinu

    20.02.2020   Lífeyrismál.is
  Ungt fólk vill að hlutirnir séu einfaldir, skýrir og aðgengilegir til að skilja, helst með fáeinum farsímasmellum!

  Þarf lög um kynjakvóta í framkvæmdastjórnum fyrirtækja?

    29.01.2020   Lífeyrismál.is
  „Lífeyrissjóðir eiga að líta til jafnréttis í eigendastefnum sínum.“

  Skuldabréf á grænum vængjum

    29.01.2020   Lífeyrismál.is
  Áskilið er að fé, sem aflað er með útgáfu grænna skuldabréfa, sé varið til umhverfisvænna verkefna.