Fréttir

Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á lán framlengd

  23.08.2019

Stjórnvöld samþykktu á dögunum að framlengja um tvö ár heimild til að greiða séreignarsparnað skattfrjálst inn á húsnæðislán. Þeir sem þegar eru að nýta sér úrræðið ættu að hafa fengið tölvupóst frá ríkisskattstjóra þar sem vakin er athygli á málinu. Umsækjendur með virka ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á lán geta nú óskað eftir því að ráðstöfunin haldi áfram. Þetta er gert með því að skrá sig inn á leidretting.is og óska eftir að gildistími ráðstöfunar sé framlengdur.

Til að tryggja að ekki verði rof á greiðslum inn á húsnæðislán þarf að sækja um framlenginguna fyrir 30. september næstkomandi.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu ríkisskattstjóra.

Recent Posts

  Brýnast í fræðslumálum nú að ná eyrum fólks á aldrinum 45-55 ára

    05.12.2019   Lífeyrismál.is
  Fræðslunefnd Landssamtaka lífeyrissjóða um stöðuna í fræðslu um lífeyrissjóðina og lífeyrissjóðakerfið.

  Lífeyrissjóðir, langtímafjárfestingar og stjórnarhættir

    04.12.2019   Lífeyrismál.is
  Málþing Hagfræðistofnunar í Hátíðasal Háskóla Íslands 10. desember kl. 12-13:30.

  Ábyrgar fjárfestingar - barnsskónum slitið

    03.12.2019   Lífeyrismál.is
  Auknar áherslur á ESG við mat á fjárfestingarkostum mjög svo af hinu góða, segir Snædís Ögn Flosadóttir.