Fréttir

Hækkun á framlagi launagreiðenda í lífeyrissjóð

  26.06.2018

Framlag launagreiðenda í lífeyrissjóð hækkar um 1,5 prósentustig þann 1. júlí næstkomandi, úr 10% í 11,5%. Samið var um hækkunina í kjarasamningi milli Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins 21. janúar 2016.

Hækkunin nær til þeirra launþega sem fengu 8% mótframlag þegar skrifað var undir umræddan samning. Breytingin hefur engin önnur áhrif gagnvart launagreiðendum nema að því leyti að iðgjaldið hækkar.

Frekari upplýsingar um samkomlag ASÍ og SA má sjá á heimasíðu ASÍ:

http://www.asi.is/um-asi/utgafa/frettasafn/almennar-frettir/samkomulag-asi-og-sa-um-haekkun-a-framlagi-atvinnurekenda-i-lifeyrissjodi/

Recent Posts

  "Framtíðarsýn fyrir lífeyriskerfið" á Grandhóteli 2. apríl

    21.03.2019   Lífeyrismál.is
  Fjármálaeftirlitið stendur fyrir morgunverðarfundi um lífeyriskerfið í tilefni 20 ára afmælis.

  Sjáðu Ingólf ganga í gin ljónsins - af fúsum og frjálsum vilja

    21.03.2019   Lífeyrismál.is
  Eins gott að sérfræðingar í lífeyrismálum séu vel að sér þegar Góisportrönd er annars vegar.

  Guðrún Hafsteinsdóttir í áhugaverðu viðtali á Hringbraut

    21.03.2019   Lífeyrismál.is
  Guðrún er formaður Samtaka iðnaðarins og jafnframt formaður stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða.