Fréttir

Frá og með júlí launum hækkar mótframlag launagreiðanda í lífeyrissjóð úr 8,5% í 10%.

  12.06.2017

Frá og með júlí launum hækkar mótframlag launagreiðanda í lífeyrissjóð úr 8,5% í 10% samkvæmt kjarasamningi ASÍ við Samtök atvinnulífsins frá 21. janúar 2016. Heildariðgjald verður því 14%.

Áréttað skal að launagreiðandi er samkvæmt lögum ábyrgur fyrir skilum á iðgjöldum í lífeyrissjóð.

Recent Posts

  Tilgreind séreign, hækkun iðgjalds 1. júlí - val um ráðstöfun viðbótariðgjalds

    14.08.2017

  Iðgjald atvinnurekenda í lífeyrissjóði fólks á almennum vinnumarkaði hækkði um 1,5% 1. júlí 2017 í samræmi við ákvæði kjarasamninga ASÍ og SA og verður þá 10% en iðgjald launþega verður óbreytt áfram 4%. Gefst sjóðfélögum sem þess óska tækifæri til að ráðstafa að hluta eða öllu leyti iðgjaldi sem er umfram 12% í tilgreinda séreign. 

  Tilgreind séreign er önnur tegund séreignarsparnaðar en áður hefur boðist, um hana gilda aðrar reglur. Í 19. gr. samþykkta Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja er að finna ákvæði sem gilda um tilgreinda séreign.

  • Allt viðbótariðgjaldið fer í samtryggingardeild nema sjóðfélagi óski eftir að því verði ráðstafað í tilgreinda séreign.
  • Iðgjaldið greiðist til þess sjóðs sem sjóðfélagi á aðild að.
  • Mikilvægt er að sjóðfélagar geri sér grein fyrir að réttindi í samtryggingardeild geta falið í sér verðmæt tryggingaréttindi.
  • Með ráðstöfun iðgjalds í tilgreinda séreign ávinnst ekki, hvað þau iðgjöld snertir, réttur til ævilangs ellilífeyris, né örorku- og makalífeyris með framreikningi heldur byggir sjóðfélagi upp sjóð sem er séreign viðkomandi.
  • Sjóðfélagi þarf að taka upplýsta ákvörðun um ráðstöfun iðgjalds og tilkynna sínum  lífeyrissjóði um ráðstöfun iðgjaldsins.
  • Sjóðfélagi má hvenær sem er breyta því hvernig hann ráðstafar iðgjaldi umfram 12%.
  • Sjóðfélagar í LSV geta valið um tvær mismunandi fjárfestingarleiðir.
  • Hægt verður að byrja að taka út tilgreindan séreignarsparnað fimm árum fyrir hefðbundinn lífeyristökualdur, en ekki þegar sextugsaldri er náð eins og gildir um annan séreignarsparnað.
  • Tilgreindan séreignarsparnað er ekki unnt að nota til að safna skattfrjálst til húsnæðiskaupa eða til að greiða skattfrjálst niður húsnæðislán.
  • Tilgreind séreign erfist

  Í lögum, reglugerð og með vísan til dreifibréfs Fjármálaeftirlitsins dagsettu 7. júlí 2017, er gert ráð fyrir því að sjóðfélagi geti einnig ráðstafað iðgjaldi sem hann velur að renni í tilgreinda séreign til annars vörsluaðila lífeyrissparnaðar.

  Allar frekari upplýsingar veitir starfsfólk á skrifstofu sjóðsins eða í síma 481-1008.