Safn II

Safn II hentar þeim, sem stefna að hærri ávöxtun og vilja taka nokkra áhættu. Eðli verðbréfa er að hækka eða lækka í verði. Þau verðbréf, sem sveiflast meira í verði, gefa jafnan hærri ávöxtun til lengri tíma litið. Áhættan við Safn II er einkum sú, að verð bréfanna sveiflist meira en í Safni I og að ávöxtunin verði ójafnari. Þetta safn hentar því betur þeim sem eru á miðjum aldri og yngri, og hafa tíma til að sitja af sér verðsveiflur markaðarins. Einnig hentar Safn II vel þeim, sem eiga góð lífeyrisréttindi fyrir, eða nokkrar eignir til að mæta eftirlaunaárunum. Hentar fyrir 16 - 55 ára.

Fjárfestingastefna:  
 Safn II
Verðtryggð innlán   0 - 20%
Ríkisskuldabréf 40 - 75%
Innlend hlutabréf   0 - 20%
Erlend verðbréf   0 - 40%