Fréttir

Kynning á reglum um persónuvernd og málþing um mótun lífeyriskerfa og alþjóðasamfélagið

  25.01.2018   Lífeyrismál.is
LL minna á tvo viðburði á vegum samtakanna í næstu viku: Kynningu á þeim breytingum sem nýjar reglur um persónuvernd munu hafa á starfsemi lífeyrissjóða á Grandhóteli nk. þriðjudag 30. janúar kl. 10-12 og á málþingið "Mótun lífeyriskerfa. Hvað getum við lært af alþjóðasamfélaginu?" sem verður haldið nk. fimmtudag 1. febrúar á Reykjavík Natura, sal eitt, kl. 9:30 - 12:00. Skráning á báða viðburði á Lífeyrismál.is.

Frá kynningu á skýrslu starfshóps um hlutverk lífeyrissjóða í atvinnulífinu

  24.01.2018   Lífeyrismál.is
Starfshópurinn kynnti efni skýrslunnar á fundi sem LL stóðu fyrir á Grandhóteli 24. janúar 2018.

Þarft innlegg í umræðu um stöðu lífeyrissjóða

  23.01.2018   Lífeyrismál.is
Yfirlýsing frá stjórn Landssamtaka lífeyrissjóða. Í lok síðustu viku birti forsætisráðuneytið skýrslu um umsvif lífeyrissjóða í íslensku efnahagslífi, en hún var unnin af starfshópi sem forsætisráðherra skipaði um mitt síðasta ár. Stjórn Landssamtaka lífeyrissjóða lýsir ánægju með þá samantekt sem nú liggur fyrir, en hún er þarft innlegg í umræðu um stöðu íslenskra lífeyrissjóða. Meira á Lífeyrismál.is.

Kynning á skýrslu starfshóps um hlutverk lífeyrissjóða í atvinnulífinu

  22.01.2018   Lífeyrismál.is
Komin er út skýrsla um umsvif lífeyrissjóða í íslensku efnahagslífi, ásamt greinargerð frá Hagfræðistofnun og álitsgerð frá Landslögum um áhrif lífeyrissjóða á samkeppni. Skýrslan er afrakstur starfshóps sem skipaður var af forsætisráðherra, í samráði við ráðherranefnd um efnahagsmál. LL standa nú fyrir kynningu fyrir starfsmenn og stjórnarmenn lífeyrissjóða á helstu niðurstöðum skýrslunnar þann 24. janúar kl. 9:30-11:00 á Grandhóteli, salnum Hvammi. Skráning nauðsynleg.

Málþing undir yfirskriftinni: Mótun lífeyriskerfa. Hvað getum við lært af alþjóðasamfélaginu?

  22.01.2018   Lífeyrismál.is

Landssamtök lífeyrissjóða standa fyrir málþingi fimmtudaginn 1. febrúar kl. 9:30-12:00 á Icelandair Hótel Reykjavík Natura þar sem fjallað verður um ýmis viðmið og reglur af vettvangi Evrópusambandsins/EES-svæðisins og Alþjóðabankans er varða þróun lífeyriskerfa. Málin verða skoðuð og rædd með tilliti til íslenskra aðstæðna. Skráning er nauðsynleg.

Hlutverk lífeyrissjóða í uppbyggingu atvinnulífs - niðurstöður starfshóps

  19.01.2018   Lífeyrismál.is
Hópurinn hefur nú skilað niðurstöðum og eru þær aðgengilegar á vef Stjórnarráðsins.

„Áhyggjulaust ævikvöld“ er markmið en ekki draumsýn

  17.01.2018   Lífeyrismál.is
Viðtal Lífeyrismála við Ólaf Sigurðsson, framkvæmdastjóra Birtu lífeyrissjóðs um Alþjóðabankann og lífeyrissjóðakerfið. Ólafur verður einn frummælenda á málþingi Landssamtaka lífeyrissjóða á Reykjavík Natura 1. febrúar nk.

Kynning á nýjum reglum um persónuvernd

  15.01.2018   Lífeyrismál.is
Vinnuhópur á vegum LL hefur undanfarið unnið að því að rýna þær breytingar sem nýjar reglur um persónuvernd munu hafa á starfsemi lífeyrissjóða. LL boða hér með til fundar á Grandhóteli þriðjudaginn 30. janúar kl. 10-12 þar sem hópurinn mun kynna vinnu sína. Fundurinn er ætlaður starfsfólki og stjórnarmönnum lífeyrissjóða. Skráning er nauðsynleg.

Fjármálavit 2017 - annáll viðburðarríks árs

  08.01.2018   Lífeyrismál.is
Fjármálavit hefur tekið saman skemmtilegan annál yfir starfsemina á árinu.

VIRK auglýsir eftir umsóknum um styrki. Frestur til 15. janúar

  08.01.2018   Lífeyrismál.is
Um er að ræða styrki sem veittir eru til virkniúrræða, rannsóknarverkefna og uppbyggingar- og þróunarverkefna.

Lífeyrissjóðir breyta samþykktum sínum vegna heimildar TR til greiðslu hálfs ellilífeyris

  28.12.2017   Lífeyrismál.is
Þessi breyting er eðlilegt tímanna tákn og fagnaðarefni sem slík. Hún er til marks um breytt viðhorf og kröfur um sveigjanlegri starfslok sem kallað er eftir í vaxandi mæli.

Ráðstöfun séreignarsparnaðar og fyrsta íbúð - umsóknarfrestur rennur út um áramót

  22.12.2017   Lífeyrismál.is
Umsóknarfrestur vegna ráðstöfunar séreignarsparnaðar til kaupa á fyrstu íbúð þegar íbúð var keypt fyrir 1. júlí 2017 rennur út um áramót.

Jólakveðja

  20.12.2017   Lífeyrismál.is
Landssamtök lífeyrissjóða óska landsmönnum öllum gleðilegra jóla og gæfuríks nýs árs

Jólabarn með þjóðarrödd

  20.12.2017   Lífeyrismál.is
Gerður G. Bjarklind er með eina þekktustu rödd landsmanna, ef ekki þá þekktustu og er sérlega sannfært jólabarn og hefur alltaf verið. Það vita þeir best sem eru svo heppnir að eiga sinn sess á jólakortalistanum hennar og bíða spenntir eftir sendingunni Bjarklind með bréfberanum jól eftir jól.

Hörð mótmæli lífeyrissjóða og almennings skila tilætluðum árangri

  15.12.2017   Lífeyrismál.is
Umfangsmiklum bónusgreiðslum vísað til föðurhúsanna. Landssamtök lífeyrissjóða fagna því að stjórn Klakka hafi ákveðið að mæla með því við hluthafa félagsins að fyrirhugaðar kaupaukagreiðslur, sem hluthafafundur samþykkti síðastliðinn mánudag, verði dregnar til baka.

Nýjar hagtölur lífeyrissjóða

  29.11.2017   Lífeyrismál.is
Lífeyrisgreiðslur vaxa stöðugt, sjóðfélögum og lífeyrisþegum fjölgar og hlutfall kostnaðar fer lækkandi. Hagtölur lífeyrissjóða eru yfirfarnar og birtar uppfærðar hvert haust á Lífeyrismál.is.

Lífeyrissjóðakerfið á dagskrá fræðslustunda ASÍ í framhaldsskólum

  27.11.2017   Lífeyrismál.is
Fræðslu um lífeyrissjóðakerfið verður nú bætt við fræðslustundir ASÍ í framhaldsskólum landsins með glænýju og skemmtilegu kynningarmyndbandi Landssamtaka lífeyrissjóða.

Fjármálavit verður ekki í askana látið

  27.11.2017   Lífeyrismál.is
„Það var frábært að fá lífeyrissjóðina með í Fjármálavit og gefur verkefninu í senn nýja vídd og aukinn byr undir vængi."

"Tekjutengingar ganga of langt" segir framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða

  20.11.2017   Lífeyrismál.is
Þórey í viðtali við Viðskiptablaðið 19. nóvember um tekjutengingar, samspil almannatrygginga og lífeyrissjóðakerfisins og fleira.

Myndir frá fundi með Ásgeiri Jónssyni á Grandhóteli 15. nóvember

  17.11.2017   Lífeyrismál.is
Salurinn var þéttsetinn á fundi með Dr. Ásgeiri Jónssyni, hagfræðingi og dósent í Háskóla Íslands um húsnæðis- og lánamál sem fræðslunefnd LL stóð fyrir 15. nóvember sl. Björn Brynjúlfur Björnsson, stofnandi vefsíðunnar herborg.is mætti og kynnti síðuna.

Nýlegar fréttir

  Mýramaður með mörg járn í eldi í Skagabyggð

    13.08.2019   Lífeyrismál.is
  „Margt gott má segja um lífeyriskerfið en skerðing lífeyris almannatrygginga varpar skugga á kerfið í heild.“

  Hljóðmaður á stóra sviðinu

    06.08.2019   Lífeyrismál.is
  Þetta byrjaði allt saman í Borgarleikhúsinu segir Jakob Tryggvason, stjórnarmaður með meiru.

  Úr grunnbúðum Everest í forystusveit lífeyrissjóða

    22.07.2019   Lífeyrismál.is
  „Lífeyrissjóðakerfið okkar gegnir hlutverki sínu vel. Ég er afar hlynnt því og vil sjá það styrkjast og eflast..."