Fréttir

Kynning á nýjum reglum um persónuvernd

  15.01.2018   Lífeyrismál.is
Vinnuhópur á vegum LL hefur undanfarið unnið að því að rýna þær breytingar sem nýjar reglur um persónuvernd munu hafa á starfsemi lífeyrissjóða. LL boða hér með til fundar á Grandhóteli þriðjudaginn 30. janúar kl. 10-12 þar sem hópurinn mun kynna vinnu sína. Fundurinn er ætlaður starfsfólki og stjórnarmönnum lífeyrissjóða. Skráning er nauðsynleg.

Fjármálavit 2017 - annáll viðburðarríks árs

  08.01.2018   Lífeyrismál.is
Fjármálavit hefur tekið saman skemmtilegan annál yfir starfsemina á árinu.

VIRK auglýsir eftir umsóknum um styrki. Frestur til 15. janúar

  08.01.2018   Lífeyrismál.is
Um er að ræða styrki sem veittir eru til virkniúrræða, rannsóknarverkefna og uppbyggingar- og þróunarverkefna.

Lífeyrissjóðir breyta samþykktum sínum vegna heimildar TR til greiðslu hálfs ellilífeyris

  28.12.2017   Lífeyrismál.is
Þessi breyting er eðlilegt tímanna tákn og fagnaðarefni sem slík. Hún er til marks um breytt viðhorf og kröfur um sveigjanlegri starfslok sem kallað er eftir í vaxandi mæli.

Ráðstöfun séreignarsparnaðar og fyrsta íbúð - umsóknarfrestur rennur út um áramót

  22.12.2017   Lífeyrismál.is
Umsóknarfrestur vegna ráðstöfunar séreignarsparnaðar til kaupa á fyrstu íbúð þegar íbúð var keypt fyrir 1. júlí 2017 rennur út um áramót.

Jólakveðja

  20.12.2017   Lífeyrismál.is
Landssamtök lífeyrissjóða óska landsmönnum öllum gleðilegra jóla og gæfuríks nýs árs

Jólabarn með þjóðarrödd

  20.12.2017   Lífeyrismál.is
Gerður G. Bjarklind er með eina þekktustu rödd landsmanna, ef ekki þá þekktustu og er sérlega sannfært jólabarn og hefur alltaf verið. Það vita þeir best sem eru svo heppnir að eiga sinn sess á jólakortalistanum hennar og bíða spenntir eftir sendingunni Bjarklind með bréfberanum jól eftir jól.

Hörð mótmæli lífeyrissjóða og almennings skila tilætluðum árangri

  15.12.2017   Lífeyrismál.is
Umfangsmiklum bónusgreiðslum vísað til föðurhúsanna. Landssamtök lífeyrissjóða fagna því að stjórn Klakka hafi ákveðið að mæla með því við hluthafa félagsins að fyrirhugaðar kaupaukagreiðslur, sem hluthafafundur samþykkti síðastliðinn mánudag, verði dregnar til baka.

Nýjar hagtölur lífeyrissjóða

  29.11.2017   Lífeyrismál.is
Lífeyrisgreiðslur vaxa stöðugt, sjóðfélögum og lífeyrisþegum fjölgar og hlutfall kostnaðar fer lækkandi. Hagtölur lífeyrissjóða eru yfirfarnar og birtar uppfærðar hvert haust á Lífeyrismál.is.

Lífeyrissjóðakerfið á dagskrá fræðslustunda ASÍ í framhaldsskólum

  27.11.2017   Lífeyrismál.is
Fræðslu um lífeyrissjóðakerfið verður nú bætt við fræðslustundir ASÍ í framhaldsskólum landsins með glænýju og skemmtilegu kynningarmyndbandi Landssamtaka lífeyrissjóða.

Fjármálavit verður ekki í askana látið

  27.11.2017   Lífeyrismál.is
„Það var frábært að fá lífeyrissjóðina með í Fjármálavit og gefur verkefninu í senn nýja vídd og aukinn byr undir vængi."

"Tekjutengingar ganga of langt" segir framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða

  20.11.2017   Lífeyrismál.is
Þórey í viðtali við Viðskiptablaðið 19. nóvember um tekjutengingar, samspil almannatrygginga og lífeyrissjóðakerfisins og fleira.

Myndir frá fundi með Ásgeiri Jónssyni á Grandhóteli 15. nóvember

  17.11.2017   Lífeyrismál.is
Salurinn var þéttsetinn á fundi með Dr. Ásgeiri Jónssyni, hagfræðingi og dósent í Háskóla Íslands um húsnæðis- og lánamál sem fræðslunefnd LL stóð fyrir 15. nóvember sl. Björn Brynjúlfur Björnsson, stofnandi vefsíðunnar herborg.is mætti og kynnti síðuna.

Lengsta hagvaxtarskeið sögunnar lengist enn

  16.11.2017   Lífeyrismál.is
„Staðreyndin er sú að undanfarin ár hafa verið frábær og einstök. Meðallaun í landinu hækkuðu á tveimur árum um 20-30% og Íslandsmet var slegið í kaupmáttaraukningu...."

Búðarlokan sem rakst illa í flokki en varði Alþingi í fúleggjadrífu

  16.11.2017   Lífeyrismál.is
Út er komin ævisaga Guðmundar H. Garðarssonar -Maður nýrra tíma - en Guðmundur kynnti sér kornungur lífeyrismál í Bretlandi og barðist fyrir umbótum á því sviði hérlendis. Guðmundur H. Garðarsson í skemmtilegu viðtali á Lífeyrismál.is.

Hádegisfræðslufundur: Umboðsskylda fagfjárfesta og hagtölur lífeyrissjóða

  14.11.2017   Lífeyrismál.is
LL standa fyrir tvískiptum hádegisfræðslufundi á Grandhóteli fimmtudaginn 23. nóvember. Í fyrri hlutanum fjallar Óli Freyr Kristjánsson, sérfræðingur hjá Arionbanka, um umboðsskyldu og ábyrgar fjárfestingar og í seinni hlutanum kynnir hagtöluhópur LL uppfærðar hagtölur lífeyrissjóðanna. Allir velkomnir en skráning er nauðsynleg.

Málstofa: Ellilífeyriskerfi Belgíu í Lögbergi - 101

  14.11.2017   Lífeyrismál.is
Háskóli Íslands, Landssamband eldri borgara og Landssamtök lífeyrissjóða standa að málstofu í Lögbergi um ellilífeyriskerfi Belgíu föstudaginn 24. nóvember kl. 13:30 - 15:00. Dr. Hans Peeters, sérfræðingur í lífeyrismálum hjá Belgian Federal Planning og Jay Schols flytja erindi. Stefán Halldórsson, verkefnastjóri hjá LL flytur erindi um íslenska lífeyriskerfið og lærdóm af erindum Belganna. Málstofustjóri er Þórunn Hulda Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara. Allir velkomnir.

Tilgreind séreign, hækkun iðgjalds 1. júlí - val um ráðstöfun viðbótariðgjalds

  14.08.2017

Iðgjald atvinnurekenda í lífeyrissjóði fólks á almennum vinnumarkaði hækkði um 1,5% 1. júlí 2017 í samræmi við ákvæði kjarasamninga ASÍ og SA og verður þá 10% en iðgjald launþega verður óbreytt áfram 4%. Gefst sjóðfélögum sem þess óska tækifæri til að ráðstafa að hluta eða öllu leyti iðgjaldi sem er umfram 12% í tilgreinda séreign. 

Tilgreind séreign er önnur tegund séreignarsparnaðar en áður hefur boðist, um hana gilda aðrar reglur. Í 19. gr. samþykkta Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja er að finna ákvæði sem gilda um tilgreinda séreign.

 • Allt viðbótariðgjaldið fer í samtryggingardeild nema sjóðfélagi óski eftir að því verði ráðstafað í tilgreinda séreign.
 • Iðgjaldið greiðist til þess sjóðs sem sjóðfélagi á aðild að.
 • Mikilvægt er að sjóðfélagar geri sér grein fyrir að réttindi í samtryggingardeild geta falið í sér verðmæt tryggingaréttindi.
 • Með ráðstöfun iðgjalds í tilgreinda séreign ávinnst ekki, hvað þau iðgjöld snertir, réttur til ævilangs ellilífeyris, né örorku- og makalífeyris með framreikningi heldur byggir sjóðfélagi upp sjóð sem er séreign viðkomandi.
 • Sjóðfélagi þarf að taka upplýsta ákvörðun um ráðstöfun iðgjalds og tilkynna sínum  lífeyrissjóði um ráðstöfun iðgjaldsins.
 • Sjóðfélagi má hvenær sem er breyta því hvernig hann ráðstafar iðgjaldi umfram 12%.
 • Sjóðfélagar í LSV geta valið um tvær mismunandi fjárfestingarleiðir.
 • Hægt verður að byrja að taka út tilgreindan séreignarsparnað frá 60 ára aldri eins og gildir um annan séreignarsparnað.
 • Tilgreindan séreignarsparnað er ekki unnt að nota til að safna skattfrjálst til húsnæðiskaupa eða til að greiða skattfrjálst niður húsnæðislán.
 • Tilgreind séreign erfist

Í lögum, reglugerð og með vísan til dreifibréfs Fjármálaeftirlitsins dagsettu 7. júlí 2017, er gert ráð fyrir því að sjóðfélagi geti einnig ráðstafað iðgjaldi sem hann velur að renni í tilgreinda séreign til annars vörsluaðila lífeyrissparnaðar.

Allar frekari upplýsingar veitir starfsfólk á skrifstofu sjóðsins eða í síma 481-1008.

Frá og með júlí launum hækkar mótframlag launagreiðanda í lífeyrissjóð úr 8,5% í 10%.

  12.06.2017

Frá og með júlí launum hækkar mótframlag launagreiðanda í lífeyrissjóð úr 8,5% í 10% samkvæmt kjarasamningi ASÍ við Samtök atvinnulífsins frá 21. janúar 2016. Heildariðgjald verður því 14%.

Áréttað skal að launagreiðandi er samkvæmt lögum ábyrgur fyrir skilum á iðgjöldum í lífeyrissjóð.

Auka ársfundur LSV

  30.05.2017

Fundarboð

Auka ársfundur Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja, verður haldinn í fundarsal lífeyrissjóðsins, Skólavegi 2, þriðjudaginn 27. júní 2017 og hefst kl. 17:00.

            Dagskrá:

Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins.

     Um tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins fer samkvæmt ákvæðum 23. greinar.

Önnur mál.

Í samræmi við inntak kjarasamnings aðila vinnumarkaði er gert ráð fyrir að stofnuð verði ný deild fyrir tilgreinda séreign. Um er að ræða hækkun mótframlags atvinnurekenda í lífeyrissjóði og heimild sjóðsfélaga til þess að ráðstafa þeirri hækkun að hluta eða öllu leyti í tilgreinda séreign. Breyta þarf samþykktum sjóðsins m.t.t. þessa.  Miðað er við að samþykktarbreytingarnar taki gildi 1. júlí 2017.  

Nýlegar fréttir

  Raunávöxtun samtryggingarsjóða á Lífeyrismál.is

    04.06.2019   Lífeyrismál.is
  Upplýsingar um raunávöxtun samtryggingardeilda lífeyrissjóða eru nú birtar með svipuðum hætti og ávöxtunartölur séreignarleiða.

  Vel lukkuð afmælishátíð í Hofi og í Hörpu

    04.06.2019   Lífeyrismál.is
  Við þökkum öllum sem fögnuðu 50 ára afmælinu með okkur. TAKK!

  Fróðleg, skemmtileg og notaleg fimmtugsafmælisveisla í Hörpu

    29.05.2019   Lífeyrismál.is
  Við endurtökum leikinn í Hofi, Akureyri, á morgun, uppstigningardag 30. maí kl. 15.