Fréttir

Stjórnarhættir - námsstefna 14. maí í samstarfi við Nasdaq á Íslandi, SA og Viðskiptaráð Íslands

  02.05.2018   Lífeyrismál.is
Um er að ræða heilsdags námsstefnu um stjórnarhætti þar sem áherslan verður á hagnýta nálgun fyrir íslenskan markað, þar með talið bestu starfshætti fyrir lífeyrissjóði, fyrirtæki og fjármálastofnanir. Stjórnarmenn lífeyrissjóða eru hvattir til að mæta en meðal fyrirlesara eru tveir erlendir sérfræðingar, Hari Panday og Randy Bauslaugh, sem eru með áratugareynslu á fjármála- og tryggingamörkuðum og á sviði ráðgjafar við stofnun lífeyrissjóða, stjórnarhætti þeirra, samruna,endurskipulagningu o.fl. Skráning á tix.is

Siðferðileg viðmið í fjárfestingum lífeyrissjóða á morgunfundi

  26.04.2018   Lífeyrismál.is
„Ágætt er að taka fyrstu skrefin hér á heimavelli og gera ráðamönnum fyrirtækja grein fyrir því að viðmið um siðferðileg viðmið í fjárfestingum eru veruleiki en ekki orðin tóm.“

Ársfundur 2018

  25.04.2018

ÁRSFUNDUR

 

verður haldinn í fundarsal sjóðsins

fimmtudaginn 3. maí 2018, kl. 16:00

 

        Dagskrá:

 

          1.  Venjuleg ársfundarstörf samkvæmt samþykktum

          2.  Önnur mál, löglega upp borin

 

 

          Á fundinum mun Vigfús Ásgeirson trygginga-

          stærðfræðingur gera grein fyrir tryggingafræðilegri

          úttekt á sjóðnum.

 

 

Allir sjóðfélagar eiga rétt til setu á ársfundinum

með málfrelsi og tillögurétti.

 

LÍFEYRISSJÓÐUR VESTMANNAEYJA

Skólavegur 2,  ,  900 Vestmannaeyjar

Sími 481-1008,  http://www.lsv.is

 

Minnum á fund IcelandSIF og Landssamtaka lífeyrissjóða á Grand Hótel Reykjavík kl. 9:30 á morgun

  25.04.2018   Lífeyrismál.is
Fundarefni: Siðferðileg viðmið í fjárfestingum íslenskra lífeyrissjóða. Skráning á Lífeyrismál.is.

Ráðstefna á vegum PensionsEurope í Brussel 6. - 7. júní

  25.04.2018   Lífeyrismál.is
Vakin er athygli á ráðstefnu sem PensionsEurope stendur fyrir í júní. Ráðstefnan er árleg og að þessu sinni er yfirskrift hennar "The future of work and pensions".

Undirbúningsnámskeið fyrir stjórnarmenn í lífeyrissjóðum vegna hæfismats FME

  24.04.2018   Lífeyrismál.is
Félagsmálaskóli alþýðu stendur fyrir námskeiði fyrir stjórnarmenn í lífeyrissjóðum vegna hæfismats FME. Námskeiðið er sérstaklega mikilvægt fyrir nýja stjórnarmenn og hvetja LL alla nýja stjórnarmenn til að kynna sér vel hvað í námskeiðinu fellst. Síðasti skráningardagur er 27. apríl.

Söfnunarsjóðurinn „lokar kerfinu“ og fyllir í eyður þess

  24.04.2018   Lífeyrismál.is
„Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda er að mörgu leyti venjulegur lífeyrissjóður og starfar sem slíkur en hefur líka vissa sérstöðu. Hann varð upphaflega til í fjármálaráðuneytinu vegna þess að lífeyrissjóð vantaði fyrir starfshópa sem höfðu ekki sjálfsagða aðild að neinum sjóði og pössuðu ekki í kerfið. Sjóðurinn fékk því það hlutverk að „loka lífeyriskerfinu“ og fylla í eyður þess. Það er öðrum þræði hlutverk hans enn þann dag í dag.“

Aðalfundur LL árið 2018

  24.04.2018   Lífeyrismál.is
Aðalfundur LL árið 2108 verður haldinn þriðjudaginn 29. maí kl. 11 á Grand Hótel Reykjavík. Samkvæmt gildandi samþykktum LL eiga stjórnarmenn, framkvæmdastjórar og lykilstarfsmenn aðildarsjóða rétt til setu á aðalfundinum. Skráning á Lífeyrismál.is

Verða lífeyrissjóðir of stórir fyrir Ísland?

  18.04.2018   Lífeyrismál.is
Landssamtök lífeyrissjóða, í samstarfi við vefmiðilinn Kjarnann, standa fyrir morgunverðarfundi 9. maí kl. 8:30 - 10:00 þar sem leitast verður við að svara þeirri spurningu hvort íslenska lífeyrissjóðakerfið sé of stórt miðað við hagkerfi landsins. Framsögumenn menn verða þeir Þorbjörn Guðmunsson, formaður stjórnar LL, Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræði við HÍ, Már Guðmundsson, bankastjóri Seðlabanka Íslands og Jón Þór Sturluson, starfandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Fundarstjóri verður Fanney Birna Jónsdóttir, aðstoðarfréttastjóri Kjarnans. Skráning á Lífeyrismál.is.

Minnum á morgunfund IcelandSIF og Landssamtaka lífeyrissjóða um siðferðileg viðmið í fjárfestingum íslenskra lífeyrissjóða

  18.04.2018   Lífeyrismál.is
Fundurinn verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík fimmtudaginn 26. apríl kl. 9:30 - 12:00. Skráning á Lífeyrismál.is.

Morgunfundur um siðferðileg viðmið í fjárfestingum íslenskra lífeyrissjóða

  12.04.2018   Lífeyrismál.is
Fimmtudaginn 26. apríl kl. 9:30 - 12:00 standa IcelandSIF í samstarfi við Landssamtök lífeyrissjóða fyrir morgunfundi á Grand Hótel Reykjavík. Þar mun vinnuhópur á vegum IcelandSIF, ásamt öðrum sérfræðingum, kynna greiningar á því hvaða sjónarmiða og viðmiða mögulegt er að líta til þegar lífeyrissjóður setur sér stefnu um siðferðileg viðmið í fjárfestingum. Skráning á Lífeyrismál.is

Starfsfólk lífeyrissjóða fjölmennti á kynningarfund TR um örorkumál

  04.04.2018   Lífeyrismál.is
Fræðslunefnd LL stóð fyrir hádegisfræðslu 4. apríl þar sem Margrét Jónsdóttir, sérfræðingur hjá Tryggingastofnun, fór yfir ferlið við umsóknir um öorkulífeyri hjá stofnuninni, samskiptin við lífeyrissjóðina og fleira.

Hádegisfræðslufundir - ítrekun

  03.04.2018   Lífeyrismál.is
LL minna á kynningu Tryggingastofnunar - ferli þegar sótt er um örorkulífeyri - á Grandhóteli á morgun 4. apríl kl. 12 - 13 og kynningu á embætti umboðsmanns skuldara á sama stað í hádeginu 10. apríl. Skráning á Lífeyrismál.is.

Kynning Tryggingastofnunar - ferli þegar sótt er um örorkumat

  26.03.2018   Lífeyrismál.is
Miðvikudaginn 4. apríl, kl. 12 - 13 mun sérfræðingur frá Tryggingastofnun halda fræðsluerindi á Grandhóteli um það ferli sem á sér stað þegar sótt er um örorkumat hjá stofnuninni, allt frá því að umsókn berst. Farið verður yfir það helsta sem hafa ber í huga og samskipti stofnunarinnar við lífeyrissjóði. Skráning á Lífeyrismál.is

Kynning Tryggingastofnunar - ferli þegar sótt er um örorkulífeyri

  26.03.2018   Lífeyrismál.is
Miðvikudaginn 4. apríl, kl. 12 - 13 mun sérfræðingur frá Tryggingastofnun halda fræðsluerindi á Grandhóteli um það ferli sem á sér stað þegar sótt er um örorkulífeyri hjá stofnuninni, allt frá því að umsókn berst. Farið verður yfir það helsta sem hafa ber í huga og samskipti stofnunarinnar við lífeyrissjóði. Skráning á Lífeyrismál.is

Kynning á embætti umboðsmanns skuldara

  26.03.2018   Lífeyrismál.is
Fræðslunefnd LL stendur fyrir hádegisfræðslufundi þriðjudaginn 10. apríl en þá munu tveir sérfræðingar frá umboðsmanni skuldara kynna embættið og fara yfir stöðu mála, þróun umsóknarfjölda og tengsl embættisins við lífeyrissjóðina. Fundurinn er eingöngu ætlaður starfsmönnum og stjórnarmönnum lífeyrissjóða. Skráning á Lífeyrismál.is

FRESTAÐ - Kynningu á embætti umboðsmanns skuldara hefur verið frestað um óákveðinn tíma

  26.03.2018   Lífeyrismál.is
Fræðslunefnd LL stendur fyrir hádegisfræðslufundi þriðjudaginn 10. apríl en þá munu tveir sérfræðingar frá umboðsmanni skuldara kynna embættið og fara yfir stöðu mála, þróun umsóknarfjölda og tengsl embættisins við lífeyrissjóðina. Skráning á Lífeyrismál.is

Viðurkenningar Öldrunarráðs Íslands 2018

  26.03.2018   Lífeyrismál.is
Óskað er eftir tilnefningum til viðurkenninga Öldrunarráðs Íslands. Öllum er heimilt að senda inn tilnefningar.

Lífeyrisréttindi, landamæri og EES-samningurinn

  22.03.2018   Lífeyrismál.is
„Íslendingar sem búið hafa í öðrum ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins kunna að eiga þar lífeyrisréttindi án þess að vita af því sjálfir. Hafi þeir samband við Tryggingastofnun sendum við umsókn út og síðan kemur í ljós hvort réttindi eru til staðar eða ekki,“ segir Anna Elísabet Sæmundsdóttir, deildarstjóri erlendra mála hjá Tryggingastofnun.

Evrópukeppni í fjármálalæsi

  21.03.2018   Lífeyrismál.is
Fjármálavit, verkefni um eflingu fjármálalæsis í efstu bekkjum grunnskólans sem Landssamtök lífeyrissjóða eru aðilar að, stóð nýverið fyrir "Fjármálaleikunum" þar sem nemendum í 10. bekkjum grunnskóla landsins gafst kostur á að spreyta sig á spurningum er tengjast ýmsum hliðum fjármála, þ.á.m. lífeyrismálum. Austurbæjarskóli var hlutskarpastur og hlýtur að launum 100 þúsund krónur og miða fyrir tvo fulltrúa skólans ásamt kennara til Brussel til að taka þátt í Evrópukeppni í fjármálalæsi 8. maí nk.

Nýlegar fréttir

  "Endurskoða þarf regluverk um lífeyrissparnað"

    17.04.2019   Lífeyrismál.is
  Er yfirskrift greinar eftir Ólaf Pál Gunnarsson, framkvæmdastjóra Íslenska lífeyrissjóðsins, í Fréttablaðinu 17. apríl.

  Ársfundur 2019

    10.04.2019

  Ársfundur verður haldinn í fundarsal sjóðsins fimmtudaginn 2. maí 2019, kl. 16:00

          Dagskrá:

            1.  Venjuleg ársfundarstörf samkvæmt samþykktum

            2.  Önnur mál, löglega upp borin

   

            Á fundinum mun Vigfús Ásgeirson trygginga-

            stærðfræðingur gera grein fyrir tryggingafræðilegri

            úttekt á sjóðnum.

   

  Allir sjóðfélagar eiga rétt til setu á ársfundinum

  með málfrelsi og tillögurétti.

   

  "Vel á minnst, lifeyrisgattin.is er frábærlega vel gert tól..."

    09.04.2019   Lífeyrismál.is
  Fjármála- og efnahagsráðherra í áhugaverðu viðtali í afmælisriti Landssambands eldri borgara.