Fréttir

Aðalfundur Landssamtaka lífeyrissjóða 2018

  29.05.2018   Lífeyrismál.is
Nýr formaður Landssamtaka lífeyrissjóða er Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins og stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins - LSR, er varaformaður.

Þorbjörn hættir á toppnum

  28.05.2018   Lífeyrismál.is
„Við verðum vissulega að þróa lífeyriskerfið áfram og laga það að breyttum tímum. Farsælast er að það sé gert hægt og bítandi en ekki með því að ráðast að sjálfum undirstöðum þess. Ég hvet nýja kynslóð verkalýðsforingja, og aðra sem gagnrýna lífeyrissjóðakerfið til að velja uppbyggilegar leiðir til að ná fram breytingum. Launafólk og leiðtogar þess þurfa að ákveða í sameiningu hverju skuli breyta áður en lagt er til atlögu og traust okkar mikilvæga lífeyriskerfis í heild sinni er lagt að veði.“

Lífeyrissjóðir bregðist við eigin umsvifum með auknu gagnsæi

  25.05.2018   Lífeyrismál.is
Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands í viðtali við Lífeyrismál.is um góða stjórnarhætti og fleira.

Svandís Rún Ríkarðsdóttir, sviðsstjóri eignastýringar hjá Brú lífeyrissjóði, kynnti niðurstöður meistararitgerðar á hádegisfræðslufundi

  17.05.2018   Lífeyrismál.is
Í kynningunni var fjallað um spurninguna hvort hægt sé að beita tæknigreiningu til þess að vinna S&P 500 vísitöluna.

Ráðgjafi ráðinn

  11.05.2018

Þórsteina Sigurbjörnsdóttir iðjuþjálfi hefur verið ráðin í afleysingastöðu ráðgjafa Virk hjá Lífeyrissjóði Vestmanneyja.  Hún mun veita einstaklingum í Vestmannaeyjum þjónustu á sviði starfsendurhæfingar auk þess að starfa náið með hagsmunaaðilum.  Þórsteina hóf störf um síðastliðin mánaðarmót og verður til að byrja með í hálfu starfi,  fyrir hádegi alla virka daga.  

Við bjóðum Þórsteinu velkomna til starfa og hlökkum til samstarfsins.

Breytingar skal ræða en ekki bylta kerfinu

  11.05.2018   Lífeyrismál.is
Stærð lífeyrissjóðakerfisins var til umræðu á fjölmennum fundi sem Landssamtök lífeyrissjóða stóðu fyrir 9. maí sl. Frummælendur á fundinum voru fjórir og nálguðust umræðuefnið hver á sinn hátt.

Fjölmenni sótti morgunfund LL og Kjarnans um stærð lífeyrissjóðakerfisins

  09.05.2018   Lífeyrismál.is
Framsögu höfðu þeir Þorbjörn Guðmundsson, Gylfi Magnússon, Már Guðmundsson og Jón Þór Sturluson. Fanney Birna Jónsdóttir stjórnaði fundinum. Greinargerð frá fundinum er væntanleg á Lífeyrismál.is.

LL minna á áhugaverða námsstefnu um stjórnarhætti 14. maí

  09.05.2018   Lífeyrismál.is
Helstu áherslur fundarins verða á hagnýta nálgun fyrir íslenskan markað, þar með talið bestu starfshætti fyrir lífeyrissjóði, fyrirtæki og fjármálastofnanir. Námsstefnan verður haldin í Veröld - húsi Vigdísar Finnbogadóttur, 14. maí og hefst kl. 8:30. Skráning á tix.is.

LL minna á áhugaverða námsstefnu um stjórnarhætti 14. maí nk.

  09.05.2018   Lífeyrismál.is
Helstu áherslur námsstefnunnar verða á hagnýta nálgun fyrir íslenskan markað, þar með talið bestu starfshætti fyrir lífeyrissjóði, fyrirtæki og fjármálastofnanir. Námsstefnan verður haldin í Veröld - húsi Vigdísar Finnbogadóttur 14. maí og stendur frá kl. 8:30 til 16:00. Skráning á tix.is.

Fundur IcelandSIF með Morningstar og Sustainalytics

  09.05.2018   Lífeyrismál.is
Vakin er athygli á fundi á vegum fræðsluhóps IcelandSIF á Hilton Hótel 30. maí kl. 9:30 - 11:30. Fundurinn er haldinn í samstarfi við Morningstar og Sustainalytics. Skráning á vef IcelandSIF.

Verða lífeyrissjóðirnir of stórir fyrir Ísland? Skráning hér.

  04.05.2018   Lífeyrismál.is
Landssamtök lífeyrissjóða og Kjarninn standa fyrir morgunverðarfundi 9. maí þar sem stærð lífeyrissjóðakerfisins verður til umræðu.

Er hægt að beita tæknigreiningu til þess að vinna S&P vísitöluna?

  03.05.2018   Lífeyrismál.is
Fræðslunefnd LL stendur fyrir hádegisfræðslu á Grand Hótel Reykjavík fimmtudaginn 17. maí. Fundurinn hefst kl. 12. Þar mun Svandís Rún Ríkarðsdóttir, sviðsstjóri eignastýringar hjá Brú lífeyrissjóði, kynna niðurstöður meistararitgerðar sem hún vann sem ber heitið "Að vinna S&P500: Goðsögn eða gamalkunn tæknigreining?" Skráning á Lífeyrismál.is

Stjórnarhættir - námsstefna 14. maí í samstarfi við Nasdaq á Íslandi, SA og Viðskiptaráð Íslands

  02.05.2018   Lífeyrismál.is
Um er að ræða heilsdags námsstefnu um stjórnarhætti þar sem áherslan verður á hagnýta nálgun fyrir íslenskan markað, þar með talið bestu starfshætti fyrir lífeyrissjóði, fyrirtæki og fjármálastofnanir. Stjórnarmenn lífeyrissjóða eru hvattir til að mæta en meðal fyrirlesara eru tveir erlendir sérfræðingar, Hari Panday og Randy Bauslaugh, sem eru með áratugareynslu á fjármála- og tryggingamörkuðum og á sviði ráðgjafar við stofnun lífeyrissjóða, stjórnarhætti þeirra, samruna,endurskipulagningu o.fl. Skráning á tix.is

Siðferðileg viðmið í fjárfestingum lífeyrissjóða á morgunfundi

  26.04.2018   Lífeyrismál.is
„Ágætt er að taka fyrstu skrefin hér á heimavelli og gera ráðamönnum fyrirtækja grein fyrir því að viðmið um siðferðileg viðmið í fjárfestingum eru veruleiki en ekki orðin tóm.“

Ársfundur 2018

  25.04.2018

ÁRSFUNDUR

 

verður haldinn í fundarsal sjóðsins

fimmtudaginn 3. maí 2018, kl. 16:00

 

        Dagskrá:

 

          1.  Venjuleg ársfundarstörf samkvæmt samþykktum

          2.  Önnur mál, löglega upp borin

 

 

          Á fundinum mun Vigfús Ásgeirson trygginga-

          stærðfræðingur gera grein fyrir tryggingafræðilegri

          úttekt á sjóðnum.

 

 

Allir sjóðfélagar eiga rétt til setu á ársfundinum

með málfrelsi og tillögurétti.

 

LÍFEYRISSJÓÐUR VESTMANNAEYJA

Skólavegur 2,  ,  900 Vestmannaeyjar

Sími 481-1008,  http://www.lsv.is

 

Minnum á fund IcelandSIF og Landssamtaka lífeyrissjóða á Grand Hótel Reykjavík kl. 9:30 á morgun

  25.04.2018   Lífeyrismál.is
Fundarefni: Siðferðileg viðmið í fjárfestingum íslenskra lífeyrissjóða. Skráning á Lífeyrismál.is.

Ráðstefna á vegum PensionsEurope í Brussel 6. - 7. júní

  25.04.2018   Lífeyrismál.is
Vakin er athygli á ráðstefnu sem PensionsEurope stendur fyrir í júní. Ráðstefnan er árleg og að þessu sinni er yfirskrift hennar "The future of work and pensions".

Undirbúningsnámskeið fyrir stjórnarmenn í lífeyrissjóðum vegna hæfismats FME

  24.04.2018   Lífeyrismál.is
Félagsmálaskóli alþýðu stendur fyrir námskeiði fyrir stjórnarmenn í lífeyrissjóðum vegna hæfismats FME. Námskeiðið er sérstaklega mikilvægt fyrir nýja stjórnarmenn og hvetja LL alla nýja stjórnarmenn til að kynna sér vel hvað í námskeiðinu fellst. Síðasti skráningardagur er 27. apríl.

Söfnunarsjóðurinn „lokar kerfinu“ og fyllir í eyður þess

  24.04.2018   Lífeyrismál.is
„Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda er að mörgu leyti venjulegur lífeyrissjóður og starfar sem slíkur en hefur líka vissa sérstöðu. Hann varð upphaflega til í fjármálaráðuneytinu vegna þess að lífeyrissjóð vantaði fyrir starfshópa sem höfðu ekki sjálfsagða aðild að neinum sjóði og pössuðu ekki í kerfið. Sjóðurinn fékk því það hlutverk að „loka lífeyriskerfinu“ og fylla í eyður þess. Það er öðrum þræði hlutverk hans enn þann dag í dag.“

Aðalfundur LL árið 2018

  24.04.2018   Lífeyrismál.is
Aðalfundur LL árið 2108 verður haldinn þriðjudaginn 29. maí kl. 11 á Grand Hótel Reykjavík. Samkvæmt gildandi samþykktum LL eiga stjórnarmenn, framkvæmdastjórar og lykilstarfsmenn aðildarsjóða rétt til setu á aðalfundinum. Skráning á Lífeyrismál.is

Nýlegar fréttir

  Raunávöxtun samtryggingarsjóða á Lífeyrismál.is

    04.06.2019   Lífeyrismál.is
  Upplýsingar um raunávöxtun samtryggingardeilda lífeyrissjóða eru nú birtar með svipuðum hætti og ávöxtunartölur séreignarleiða.

  Vel lukkuð afmælishátíð í Hofi og í Hörpu

    04.06.2019   Lífeyrismál.is
  Við þökkum öllum sem fögnuðu 50 ára afmælinu með okkur. TAKK!

  Fróðleg, skemmtileg og notaleg fimmtugsafmælisveisla í Hörpu

    29.05.2019   Lífeyrismál.is
  Við endurtökum leikinn í Hofi, Akureyri, á morgun, uppstigningardag 30. maí kl. 15.