Fréttir

Skýrsla Fjármálaeftirlitsins um lífeyrissjóði og stöðu þeirra við árslok 2017

  25.06.2018   Lífeyrismál.is
Í fréttatilkynningu frá FME segir m.a. að tryggingafræðileg staða samtryggingardeilda lífeyrissjóða hafi batnað milli ára vegna bættrar ávöxtunar og á það bæði við um sjóði á almennum vinnumarkaði og sjóði með ábyrgð ríkis og sveitarfélaga.

Ávöxtun ársins 2017 var góð og tryggingafræðileg staða batnað

  25.06.2018   Lífeyrismál.is
Tryggingafræðileg staða samtryggingardeilda lífeyrissjóða hefur batnað milli ára.

Erfiður hjalli að minnka við sig húsnæði

  14.06.2018   Lífeyrismál.is
Ari Skúlason, hagfræðingur í Landsbankanum, flutti á aðalfundi Landssamtaka lífeyrissjóða í maí sl. áhugavert erindi sem bar yfirskriftina „Er eldra fólk unglingar nútímans?". Í viðtali við Lífeyrismál.is kemur Ari víða við og segist meðal annars óþægilega oft verða var við það að fólk veit lítið um lífeyrisréttindi sín og stöðu þegar starfsferli lýkur.

Fréttabréfið okkar og ný persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins (GDPR)

  14.06.2018   Lífeyrismál.is
Fréttabréf Lífeyrismála.is berst þér vegna þess að nafn þitt er á póstlistanum okkar. Við sendum fréttabréfið til að koma áleiðis áhugaverðum fréttum, greinum og viðtölum við fólk í leik og starfi sem tengjast lífeyrismálum sem og upplýsingum um málþing, ráðstefnur og aðra viðburði. Við viljum gjarnan halda áfram að senda þér fréttabréfið en ef þú vilt taka þig af listanum geturðu hvenær sem er gert það með því að smella á hlekkinn „unsuscribe from this list" neðst í fréttabréfinu.

Lífeyrismál.is og ný persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins (GDPR)

  14.06.2018   Lífeyrismál.is
Fréttabréf Lífeyrismála.is berst þér vegna þess að nafn þitt er á póstlistanum okkar. Við sendum fréttabréfið til að koma áleiðis áhugaverðum fréttum, greinum og viðtölum við fólk í leik og starfi sem tengjast lífeyrismálum sem og upplýsingum um málþing, ráðstefnur og aðra viðburði sem tengjast Landssamtökum lífeyrissjóða. Við viljum gjarnan halda áfram að senda þér fréttabréfið en ef þú vilt taka þig af listanum geturðu hvenær sem er gert það með því að smella á hlekkinn „unsuscribe from this list" neðst í fréttabréfinu.

Ávöxtun allra leiða séreignarsparnaðar

  08.06.2018   Lífeyrismál.is
Á Lífeyrismál.is finnur þú töflu sem sýnir samanburð á nafnávöxtun og veitir upplýsingar um eignasamsetningu að baki mismunandi sparnaðarleiðum lífeyrissjóðanna.

„Fyrstu skref í fjármálum" kennslubók í fjármálalæsi

  06.06.2018   Lífeyrismál.is

Tvær konur gegna æðstu forystustörfum lífeyrissjóðakerfis landsmanna

  29.05.2018   Lífeyrismál.is
Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins og stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna, var í dag kjörin formaður Landssamtaka lífeyrissjóða. Guðrún er fyrsta konan í formannsstóli Landssamtaka lífeyrissjóða frá því þau voru stofnuð 18. desember 1998. Framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða frá 2011 er Þórey S. Þórðardóttir. Í fyrsta sinn gegna því konur báðum æðstu forystustörfum lífeyrissjóðakerfis landsmanna.

Aðalfundur Landssamtaka lífeyrissjóða 2018

  29.05.2018   Lífeyrismál.is
Nýr formaður Landssamtaka lífeyrissjóða er Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins og stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins - LSR, er varaformaður.

Þorbjörn hættir á toppnum

  28.05.2018   Lífeyrismál.is
„Við verðum vissulega að þróa lífeyriskerfið áfram og laga það að breyttum tímum. Farsælast er að það sé gert hægt og bítandi en ekki með því að ráðast að sjálfum undirstöðum þess. Ég hvet nýja kynslóð verkalýðsforingja, og aðra sem gagnrýna lífeyrissjóðakerfið til að velja uppbyggilegar leiðir til að ná fram breytingum. Launafólk og leiðtogar þess þurfa að ákveða í sameiningu hverju skuli breyta áður en lagt er til atlögu og traust okkar mikilvæga lífeyriskerfis í heild sinni er lagt að veði.“

Lífeyrissjóðir bregðist við eigin umsvifum með auknu gagnsæi

  25.05.2018   Lífeyrismál.is
Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands í viðtali við Lífeyrismál.is um góða stjórnarhætti og fleira.

Svandís Rún Ríkarðsdóttir, sviðsstjóri eignastýringar hjá Brú lífeyrissjóði, kynnti niðurstöður meistararitgerðar á hádegisfræðslufundi

  17.05.2018   Lífeyrismál.is
Í kynningunni var fjallað um spurninguna hvort hægt sé að beita tæknigreiningu til þess að vinna S&P 500 vísitöluna.

Ráðgjafi ráðinn

  11.05.2018

Þórsteina Sigurbjörnsdóttir iðjuþjálfi hefur verið ráðin í afleysingastöðu ráðgjafa Virk hjá Lífeyrissjóði Vestmanneyja.  Hún mun veita einstaklingum í Vestmannaeyjum þjónustu á sviði starfsendurhæfingar auk þess að starfa náið með hagsmunaaðilum.  Þórsteina hóf störf um síðastliðin mánaðarmót og verður til að byrja með í hálfu starfi,  fyrir hádegi alla virka daga.  

Við bjóðum Þórsteinu velkomna til starfa og hlökkum til samstarfsins.

Breytingar skal ræða en ekki bylta kerfinu

  11.05.2018   Lífeyrismál.is
Stærð lífeyrissjóðakerfisins var til umræðu á fjölmennum fundi sem Landssamtök lífeyrissjóða stóðu fyrir 9. maí sl. Frummælendur á fundinum voru fjórir og nálguðust umræðuefnið hver á sinn hátt.

Fjölmenni sótti morgunfund LL og Kjarnans um stærð lífeyrissjóðakerfisins

  09.05.2018   Lífeyrismál.is
Framsögu höfðu þeir Þorbjörn Guðmundsson, Gylfi Magnússon, Már Guðmundsson og Jón Þór Sturluson. Fanney Birna Jónsdóttir stjórnaði fundinum. Greinargerð frá fundinum er væntanleg á Lífeyrismál.is.

LL minna á áhugaverða námsstefnu um stjórnarhætti 14. maí

  09.05.2018   Lífeyrismál.is
Helstu áherslur fundarins verða á hagnýta nálgun fyrir íslenskan markað, þar með talið bestu starfshætti fyrir lífeyrissjóði, fyrirtæki og fjármálastofnanir. Námsstefnan verður haldin í Veröld - húsi Vigdísar Finnbogadóttur, 14. maí og hefst kl. 8:30. Skráning á tix.is.

LL minna á áhugaverða námsstefnu um stjórnarhætti 14. maí nk.

  09.05.2018   Lífeyrismál.is
Helstu áherslur námsstefnunnar verða á hagnýta nálgun fyrir íslenskan markað, þar með talið bestu starfshætti fyrir lífeyrissjóði, fyrirtæki og fjármálastofnanir. Námsstefnan verður haldin í Veröld - húsi Vigdísar Finnbogadóttur 14. maí og stendur frá kl. 8:30 til 16:00. Skráning á tix.is.

Fundur IcelandSIF með Morningstar og Sustainalytics

  09.05.2018   Lífeyrismál.is
Vakin er athygli á fundi á vegum fræðsluhóps IcelandSIF á Hilton Hótel 30. maí kl. 9:30 - 11:30. Fundurinn er haldinn í samstarfi við Morningstar og Sustainalytics. Skráning á vef IcelandSIF.

Verða lífeyrissjóðirnir of stórir fyrir Ísland? Skráning hér.

  04.05.2018   Lífeyrismál.is
Landssamtök lífeyrissjóða og Kjarninn standa fyrir morgunverðarfundi 9. maí þar sem stærð lífeyrissjóðakerfisins verður til umræðu.

Er hægt að beita tæknigreiningu til þess að vinna S&P vísitöluna?

  03.05.2018   Lífeyrismál.is
Fræðslunefnd LL stendur fyrir hádegisfræðslu á Grand Hótel Reykjavík fimmtudaginn 17. maí. Fundurinn hefst kl. 12. Þar mun Svandís Rún Ríkarðsdóttir, sviðsstjóri eignastýringar hjá Brú lífeyrissjóði, kynna niðurstöður meistararitgerðar sem hún vann sem ber heitið "Að vinna S&P500: Goðsögn eða gamalkunn tæknigreining?" Skráning á Lífeyrismál.is

Nýlegar fréttir

  "Endurskoða þarf regluverk um lífeyrissparnað"

    17.04.2019   Lífeyrismál.is
  Er yfirskrift greinar eftir Ólaf Pál Gunnarsson, framkvæmdastjóra Íslenska lífeyrissjóðsins, í Fréttablaðinu 17. apríl.

  Ársfundur 2019

    10.04.2019

  Ársfundur verður haldinn í fundarsal sjóðsins fimmtudaginn 2. maí 2019, kl. 16:00

          Dagskrá:

            1.  Venjuleg ársfundarstörf samkvæmt samþykktum

            2.  Önnur mál, löglega upp borin

   

            Á fundinum mun Vigfús Ásgeirson trygginga-

            stærðfræðingur gera grein fyrir tryggingafræðilegri

            úttekt á sjóðnum.

   

  Allir sjóðfélagar eiga rétt til setu á ársfundinum

  með málfrelsi og tillögurétti.

   

  "Vel á minnst, lifeyrisgattin.is er frábærlega vel gert tól..."

    09.04.2019   Lífeyrismál.is
  Fjármála- og efnahagsráðherra í áhugaverðu viðtali í afmælisriti Landssambands eldri borgara.