Fréttir

Búðarlokan sem rakst illa í flokki en varði Alþingi í fúleggjadrífu

  16.11.2017   Lífeyrismál.is
Út er komin ævisaga Guðmundar H. Garðarssonar -Maður nýrra tíma - en Guðmundur kynnti sér kornungur lífeyrismál í Bretlandi og barðist fyrir umbótum á því sviði hérlendis. Guðmundur H. Garðarsson í skemmtilegu viðtali á Lífeyrismál.is.

Hádegisfræðslufundur: Umboðsskylda fagfjárfesta og hagtölur lífeyrissjóða

  14.11.2017   Lífeyrismál.is
LL standa fyrir tvískiptum hádegisfræðslufundi á Grandhóteli fimmtudaginn 23. nóvember. Í fyrri hlutanum fjallar Óli Freyr Kristjánsson, sérfræðingur hjá Arionbanka, um umboðsskyldu og ábyrgar fjárfestingar og í seinni hlutanum kynnir hagtöluhópur LL uppfærðar hagtölur lífeyrissjóðanna. Allir velkomnir en skráning er nauðsynleg.

Málstofa: Ellilífeyriskerfi Belgíu í Lögbergi - 101

  14.11.2017   Lífeyrismál.is
Háskóli Íslands, Landssamband eldri borgara og Landssamtök lífeyrissjóða standa að málstofu í Lögbergi um ellilífeyriskerfi Belgíu föstudaginn 24. nóvember kl. 13:30 - 15:00. Dr. Hans Peeters, sérfræðingur í lífeyrismálum hjá Belgian Federal Planning og Jay Schols flytja erindi. Stefán Halldórsson, verkefnastjóri hjá LL flytur erindi um íslenska lífeyriskerfið og lærdóm af erindum Belganna. Málstofustjóri er Þórunn Hulda Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara. Allir velkomnir.

Tilgreind séreign, hækkun iðgjalds 1. júlí - val um ráðstöfun viðbótariðgjalds

  14.08.2017

Iðgjald atvinnurekenda í lífeyrissjóði fólks á almennum vinnumarkaði hækkði um 1,5% 1. júlí 2017 í samræmi við ákvæði kjarasamninga ASÍ og SA og verður þá 10% en iðgjald launþega verður óbreytt áfram 4%. Gefst sjóðfélögum sem þess óska tækifæri til að ráðstafa að hluta eða öllu leyti iðgjaldi sem er umfram 12% í tilgreinda séreign. 

Tilgreind séreign er önnur tegund séreignarsparnaðar en áður hefur boðist, um hana gilda aðrar reglur. Í 19. gr. samþykkta Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja er að finna ákvæði sem gilda um tilgreinda séreign.

 • Allt viðbótariðgjaldið fer í samtryggingardeild nema sjóðfélagi óski eftir að því verði ráðstafað í tilgreinda séreign.
 • Iðgjaldið greiðist til þess sjóðs sem sjóðfélagi á aðild að.
 • Mikilvægt er að sjóðfélagar geri sér grein fyrir að réttindi í samtryggingardeild geta falið í sér verðmæt tryggingaréttindi.
 • Með ráðstöfun iðgjalds í tilgreinda séreign ávinnst ekki, hvað þau iðgjöld snertir, réttur til ævilangs ellilífeyris, né örorku- og makalífeyris með framreikningi heldur byggir sjóðfélagi upp sjóð sem er séreign viðkomandi.
 • Sjóðfélagi þarf að taka upplýsta ákvörðun um ráðstöfun iðgjalds og tilkynna sínum  lífeyrissjóði um ráðstöfun iðgjaldsins.
 • Sjóðfélagi má hvenær sem er breyta því hvernig hann ráðstafar iðgjaldi umfram 12%.
 • Sjóðfélagar í LSV geta valið um tvær mismunandi fjárfestingarleiðir.
 • Hægt verður að byrja að taka út tilgreindan séreignarsparnað frá 60 ára aldri eins og gildir um annan séreignarsparnað.
 • Tilgreindan séreignarsparnað er ekki unnt að nota til að safna skattfrjálst til húsnæðiskaupa eða til að greiða skattfrjálst niður húsnæðislán.
 • Tilgreind séreign erfist

Í lögum, reglugerð og með vísan til dreifibréfs Fjármálaeftirlitsins dagsettu 7. júlí 2017, er gert ráð fyrir því að sjóðfélagi geti einnig ráðstafað iðgjaldi sem hann velur að renni í tilgreinda séreign til annars vörsluaðila lífeyrissparnaðar.

Allar frekari upplýsingar veitir starfsfólk á skrifstofu sjóðsins eða í síma 481-1008.

Frá og með júlí launum hækkar mótframlag launagreiðanda í lífeyrissjóð úr 8,5% í 10%.

  12.06.2017

Frá og með júlí launum hækkar mótframlag launagreiðanda í lífeyrissjóð úr 8,5% í 10% samkvæmt kjarasamningi ASÍ við Samtök atvinnulífsins frá 21. janúar 2016. Heildariðgjald verður því 14%.

Áréttað skal að launagreiðandi er samkvæmt lögum ábyrgur fyrir skilum á iðgjöldum í lífeyrissjóð.

Auka ársfundur LSV

  30.05.2017

Fundarboð

Auka ársfundur Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja, verður haldinn í fundarsal lífeyrissjóðsins, Skólavegi 2, þriðjudaginn 27. júní 2017 og hefst kl. 17:00.

            Dagskrá:

Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins.

     Um tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins fer samkvæmt ákvæðum 23. greinar.

Önnur mál.

Í samræmi við inntak kjarasamnings aðila vinnumarkaði er gert ráð fyrir að stofnuð verði ný deild fyrir tilgreinda séreign. Um er að ræða hækkun mótframlags atvinnurekenda í lífeyrissjóði og heimild sjóðsfélaga til þess að ráðstafa þeirri hækkun að hluta eða öllu leyti í tilgreinda séreign. Breyta þarf samþykktum sjóðsins m.t.t. þessa.  Miðað er við að samþykktarbreytingarnar taki gildi 1. júlí 2017.  

Ársfundur Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja 10. maí 2017

  02.05.2017

 

LÍFEYRISSJÓÐUR VESTMANNAEYJA

 

ÁRSFUNDUR

sjóðsins verður haldinn í Alþýðuhúsinu

miðvikudaginn 10. maí 2017, kl. 17:00

 

        Dagskrá:

         1.  Venjuleg ársfundarstörf samkvæmt samþykktum

         2.  Önnur mál, löglega upp borin

 

 

         Á fundinum mun Vigfús Ásgeirson trygginga-

         stærðfræðingur gera grein fyrir tryggingafræðilegri

         úttekt á sjóðnum.

 

 

Allir sjóðfélagar eiga rétt til setu á ársfundinum

með málfrelsi og tillögurétti.

 

LÍFEYRISSJÓÐUR VESTMANNAEYJA

Skólavegur 2,  ,  900 Vestmannaeyjar

Sími 481-1008,  http://www.lsv.is

 

 

 

Nýr vefur hjá Landssamtökum lífeyrissjóða

  02.03.2017

 

Landssamtök lífeyrissjóða hafa opnað vefinn lífeyrismál.is þar sem er að finna margvíslegt kynningarefni og upplýsingar um lífeyrismál, lífeyrisréttindi, starfsemi lífeyrissjóða og ótal margt sem tengist lífeyriskerfi landsmanna beint eða óbeint.

Jafnframt hefur verið opnuð samnefnd Fésbókarsíða, Lífeyrismál.is.

 

Nýi vefurinn, lífeyrismál.is, sameinar undir einum hatti efnisþætti sem áður voru á heimasíðu Landssamtaka lífeyrissjóða, ll.is, og á þremur öðrum heimasíðum: Gott að vita, Lífeyrisgáttin og Vefflugan.

 

Með því að samþætta alla þessa þræði og fleiri til á einum stað er stuðlað að því að gera upplýsingamiðlun um lífeyrismál einfalda, markvissa, aðgengilega og skilvirka.

Þá eru einnig birtar á nýja vefnum upplýsingar um lífeyrismál á ensku og pólsku með hagsmuni þeirra í huga sem eru af erlendu bergi brotnir og starfa á íslenskum vinnumarkaði.

 

Mótframlag hækkaði í 8,5% frá 1. júlí 2016

  20.07.2016


 

Í kjarasamningi milli aðildarfélaga ASÍ o.fl. og SA frá 21. janúar 2016 var kveðið á um hækkað mótframlag launagreiðenda í lífeyrissjóði, f.o.m. 1. júlí 2016.

Í kjarasamningnum var kveðið á um þrepaskipta hækkun mótframlags launagreiðenda í lífeyrissjóð og tekur fyrsta breytingin gildi 1. júlí nk.
Hækkunin gildir um þá sem eru aðilar að framangreindum kjarasamningi. 
Framlag launagreiðenda í lífeyrissjóð hækkar og verður eftirfarandi:

2016: Framlag launagreiðenda hækkar 1. júlí 2016 um 0,5% og verður 8,5%.
2017: Framlag launagreiðenda hækkar 1. júlí 2017 um 1,5% og verður 10%.
2018: Framlag launagreiðenda hækkar 1. júlí 2018 um 1,5% og verður 11,5%.

Frá og með 1. júlí 2016 hækkar því mótframlag launagreiðenda, vegna starfsmanna, í samtryggingarsjóð úr 8% í 8,5%.

Eru launagreiðendur hvattir til að gera viðeigandi breytingar í launakerfum sínum hið fyrsta.

Vefflugan 6. tbl maí 2016

  25.05.2016

Upplýsingarit um lífeyrismál . 

 

Lífeyrissjóður Vestmannaeyja

  21.12.2015

ÁRSFUNDUR

sjóðsins verður haldinn í Alþýðuhúsinu

miðvikudaginn 4. maí 2016, kl. 16:00

        Dagskrá:

         1.  Venjuleg ársfundarstörf samkvæmt samþykktum

         2.  Önnur mál, löglega upp borin

         Á fundinum mun Benedikt Jóhannesson trygginga-

         stærðfræðingur gera fyrir tryggingafræðilegri

         úttekt á sjóðnum.

 

Allir sjóðfélagar eiga rétt til setu á ársfundinum

með málfrelsi og tillögurétti.

 

Vefflugan 5. tbl nóvember 2015

  27.11.2015

5.tbl. Vefflugunnar komið út

Benedikt Jóhannesson, tryggingastærðfræðingur og framkvæmdastjóri Talnakönnunar, telur líklegt að lífeyristökualdur hækki um tvo mánuði á ári og síðan um einn mánuð á ári, líkt og réttindanefnd Landssamtaka lífeyrissjóða leggur til sem möguleika. Lífeyristökualdur verði þannig kominn í 70 ár 2041. Vitnað er í ummæli hans í nýrri Vefflugu, vefriti Landssamtaka lífeyrissjóða.
 
Í Vefflugunni eru líka greint frá áhugaverðum breytingum á réttindaávinnslukerfi Stapa lífeyrissjóðs, sem taka gildi núna um áramótin.
 
Vefflugan greinir frá því að alls fimm lífeyrissjóðir bjóði nú sjóðfélögum sínum óverðtryggð lán. Lífeyrissjóður bænda var fyrstur með óverðtryggðu lánin, árið 2011, þá kom Almenni lífeyrissjóðurinn og þar á eftir Gildi lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður verslunarmanna og nú síðast Stafir lífeyrissjóður.
 
Vefflugan segir frá nýrri bók Gunnar Baldvinssonar, framkvæmdastjóra Almenna lífeyrissjóðsins, fyrsta heildstæða ritinu um fjármál ungs fólks sem kemur út hérlendis. Höfundur skrifar „til höfuðs hugsunarhættinum „þetta reddast!““

Nýjasta tölublað Vefflugunnar

Ársfundur 2015

  07.05.2015

haldinn í Alþýðuhúsinu Vestmannaeyjum föstudaginn 8. maí 2015, kl. 17:00.

 

Dagskrá:

1.  Setning, kosning fundarstjóra og fundarritara.

         Haukur Jónsson, framkvæmdastjóri

2.   Skýrsla stjórnar.

         Arnar Sigurmundsson, stjórnarformaður

3.   Kynning ársreiknings.

          Anna Birgitta Geirfinnsdóttir, endurskoðandi.

4.    Gerð grein fyrir tryggingafræðilegri úttekt.

          Vigfús Ásgeirsson, tryggingastærðfræðingur

5.    Gerð grein fyrir fjárfestingastefnu sjóðsins.

          Haukur Jónsson, framkvæmdastjóri

6.   Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins

         Haukur Jónsson, framkvæmdastjóri

7.    Stjórnarkjör

8.   Kosning endurskoðunarskrifstofu

9.   Ákvörðun um laun stjórnarmanna.

10.  Önnur mál. 

Nýlegar fréttir

  Áætluð raunávöxtun yfir 11% á árinu 2019

    21.01.2020   Lífeyrismál.is
  Ætla má að raunávöxtun lífeyrissjóðanna hafi að jafnaði verið yfir 11% á árinu 2019.

  Lífeyrisréttindin verðmætari en húsið og bíllinn

    02.01.2020   Lífeyrismál.is
  Ekki bíða með að velta vöngum yfir lífeyrismálum. Gerðu það snemma á vinnuferlinum.

  Ráðlegt að hyggja í tíma að lífeyrisréttindum

    02.01.2020   Lífeyrismál.is
  Lífeyrisréttindi eru verðmætasta eign okkar og skipta meira máli en íbúðir, bílar eða sumarhús!