Mótframlag hækkaði í 8,5% frá 1. júlí 2016

  20.07.2016


 

Í kjarasamningi milli aðildarfélaga ASÍ o.fl. og SA frá 21. janúar 2016 var kveðið á um hækkað mótframlag launagreiðenda í lífeyrissjóði, f.o.m. 1. júlí 2016.

Í kjarasamningnum var kveðið á um þrepaskipta hækkun mótframlags launagreiðenda í lífeyrissjóð og tekur fyrsta breytingin gildi 1. júlí nk.
Hækkunin gildir um þá sem eru aðilar að framangreindum kjarasamningi. 
Framlag launagreiðenda í lífeyrissjóð hækkar og verður eftirfarandi:

2016: Framlag launagreiðenda hækkar 1. júlí 2016 um 0,5% og verður 8,5%.
2017: Framlag launagreiðenda hækkar 1. júlí 2017 um 1,5% og verður 10%.
2018: Framlag launagreiðenda hækkar 1. júlí 2018 um 1,5% og verður 11,5%.

Frá og með 1. júlí 2016 hækkar því mótframlag launagreiðenda, vegna starfsmanna, í samtryggingarsjóð úr 8% í 8,5%.

Eru launagreiðendur hvattir til að gera viðeigandi breytingar í launakerfum sínum hið fyrsta.